Bikarmót Keilis var haldið í gær og er það mót með útsláttar-fyrirkomulagi. Alls voru yfir 100 Keilis menn skráðir í mótið en það er innanfélagsmót. 32 bestu skorin nettó gefa áframhaldandi þáttöku. Seinustu flatirnar voru oppnaðar af þessu tilefni og eru nú öll grínin komin upp. Völlurinn er allur að koma til og var að heyra á fólki að það væri að verða sátt við ástand hans en völlurinn kom óvenju illa undan vetri.
Vallarstjóri Keilis, Ólafur Þór Ágústsson gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 4. braut sem er 126 metra par 3 hola. Ekki nóg með það heldur bætti hann vallarmetið og fór hringinn á 65 höggum eða 6 undir par. Hvaleyrin er par 71. Hann bætti þar með vallarmet kylfings aldarinnar, Úlfars Jónssonar um eitt högg. Vægast sagt glæsilegur árangur miðað við ástand vallarins.