Ég hef tekið eftir því síðastliðna mánuði að í kvikmyndum þegar söguhetjan er að fara eitthvert þá er það oft í golf. Ég held að það sé mikil golf uppsveifla í heiminum, þó sérstaklega í bíómyndum. Ég var að horfa á myndina “Good Advice” og þá fer Charlie Sheen að tala við gaur á meðan hann spilar golf, í rauninni er þetta byrjað að fara í taugarnar á mér. Hafið þið séð myndina Happy Gilmore, ég sá hana fyrst þegar ég spilaði ekki golf og hélt að golf væri svona, maður tekur eftir því að greenin sem þeir spila á eru óvenjulega illa slegin og sandglompurnar eru alveg órakaðar og svo mætti lengi telja. Þeir sem gerðu þessa mynd hafa greinilega ekki fengið ráðgjöf frá golfspilara því allt er s´vo ólíklegt. Ég veit auðvitað að myndin er líka óraunveruleg vegna þess að gaurinn dregur 400 “yarda” en það er “plottið”.
Líka myndin “Tin Cup” það er verið að blanda golfi og rómantík saman þar og enginn annar en slakasti leikari allra tíma leikur þar, en það er Kevin Kostner, hann sagðist reyndar hafa smitast af “golfveirunni”´vegna myndarinnar og það er held ég vegna Kevins Kostner að nýjustu myndirnar eru með golfsenum í þeim.
ég er ekki bara líffæri