Gunnar Þór er nýr fréttaritari og umsjónarmaður unglinga á Golfspjall.is Gunnar Þór Sigurjónsson er ungur og upprennandi kylfingur úr Golfklúbbnum Keili í Hafnarfirði. Gunnar Þór er nýjasti liðsmaður http://Golfspjall.is og mun m.a. sjá um fréttir sem viðkemur unglingunum ásamt því að vera umsjónarmaður nýs spjallborðs sem er sérstaklega ætlað unglingum.

Hér er beinn linkur á unglingaborðið http://golfspjall.is/spjall/forumdisplay.php?f=31

Gunnar Þór er 15 ára gamall nemi í 10 bekk í Hvaleyrarskóla. Hann stefnir á framhaldsnám í rafeindafræði við Iðnskólann í Hafnarfirði, þar sem áhugasviðið er tölvuviðgerðir og netkerfi.

„Ég fór á fyrsta golfnámskeiðið þegar ég var 7 ára og þá var bakterían komin. Fyrsta settið kom 8 ára og stuttu eftir 11 ára aldurinn fór forgjöfin að lækka. Í byrjun [síðasta] sumars var ég með um 16 en í lok sumars um 8, samt var ég að spila talsvert undir getu þannig ég á mikið inni. Ég spilaði vel i byrjun sumars en svo týndist sveiflan, en þar sem ég er með frábæra þjálfara þá er hún að koma i leitirnar“. Sagði Gunnar Þór í léttu spjalli við Golfspjall.

Nokkrar staðreyndir um Gunnar:

Íþróttir: Golf og handbolti.
Klúbbur: Keilir og Haukar.
Drive: Um 200 - 250 metra.
Þægilegasta Höggið: 80 metra Gap Wedge.
Stuttaspilið: Vippin eru ekki mín sterkasta hlið en það er kannski ástæðan fyrir því hvað ég á það til að pútta vel t.d. 21 pútt á lokadegi Íslandsmóts Unglinga.
Markmið: Bæta mig og æfa vel og vera klúbbnum og íþróttinni til sóma.

Á spjallborðinu þekkjum við Gunnar Þór undir notandanafninu GunGun. Við bjóðum Gunnar velkominn.

Einar Bjarni Jónsson
vefstjóri Golfspjall.is