ég er ekki mikill golfari sjálf.. en Afi minn var og frændi minn og hans fjölskylda eru öll í gólfinu…
en þegar ég var í 8 eða 9 bekk þá var íþróttakennarinn með okkur krakkana í gólfkennslu! Það var mjög skemmtilegt, mun skemmtilegra en í þessum hefðbundnu íþróttum! Fótboltavellinum var breytt í 4 holu völl og svo fengum við að fara einu sinni á alvöru golfvöll!

Eitt kvöldið fórum við í gólf með svona sjálflýsandi gólfkúlur og svo var sett sjálflýsandi dót við hverja holu!
Það var ekkert smá skemmtilegt! útí myrkrinu með sjálflýsandi kúlur!
Mér finnst að það ætti að kynna golf betur fyrir krökkum! þetta er svo holl og skemmtileg íþrótt!