Eins og þið flestöll vitið þá komst ungur bandaríkjamaður Ty Tryron (eða þvíumlíkt) sem er 17 ára í atvinnumótaröðina.
Þegar ég var að horfa á Phoenix open í Las Vegas sá ég hann einmitt. Þegar ég sá sveifluna hans var ég hissa. Sveiflan hans er ekki falleg. Þegar hann er að sveifla er hann eins og spýta (ef þið skiljið mig). Svo komst ég að því að hann er ekki með góðar taugar vegna þess að þegar hann lauk keppni(komst ekki í gegnum cuttið) þá var hann u.þ.b. +9. Ég held því fram að þótt að hann sé 17 ára að aldri og nýkominn í mótaröðina verður hann aldrei eins og Tiger Woods eins og allir eru búnir að segja.
Hvað finnst ykkur?
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.