Í Kópavoginum hefur verið opnuð glæsileg inniaðstað til golfæfinga. Hún er í tennishöllinni og heitir fyrirtækið Sportvangur. Þar er stó 18 holu púttvöllur, aðstað til þess að slá í vegg og svo síðast en ekki síst risastór aðstað þar sem hægt er að æfa löngu höggin, þá meina ég löngu höggin.Þetta er bara eins og að vera kominn út á golfvöll, það er mjög hátt til lofts og svo c.a. 15 - 20 metrar í vegginn. Sú regla er þó höfð að ekki megi slá með hærri kylfu en 7járni. Þetta er eflaust besta inniaðstan á Íslandi, allaveg sem ég hef prufað og ég hef prufað fjórar aðrar inniaðstöður. Golfklúbbar eru með sér tíma, en ég held að það sé hægt að kaupa sér tíma og koma sér í æfingu svo maður eigi séns á mótunum í sumar.