Það er og hefur lltaf verið mjög dýrt að vera golfari á Íslandi. Mánuðir ársins sem er veður til að spila á eru ca. 4. En maður hefur ekki alltaf tíma til þess að spila. Það kosta fyrir fullorðna ca. 50.000 kr. að vera í golfklúbbi á höfuð borgarsvæðinu og 2000-3000 kr að spila einn hring. Svo þarf að kaupa golfsett, kylfur, kúlur og fleira sem tengist golfi. En það sem verra er allt virðist hækka með hverju árinu sem líður. Og annað sem ég vil tala um eru inntökugjöld. GKG golfklúbburinn sem ég er í sagði í síðasta fréttabréfi að það þyrfti að taka upp á inntökugjöldum því klúbburinn var að fyllast. Síðasta sumar var völlurinn mjög lélegur. Grínin og brautirnar voru illa slegin, það var búið að slá upp torfur á teigunum og það mátti ekki slá lengra en 200 metra á æfingasvæðinu út af nýjum vegi sem fer í gegnum golfvöllinn. Á Oddfelowavellinum voru fyrri 9 holurnar mjög svipaðar. Mér finnst að þeir sem vinna í klúbbunum og golfarar ættu að hugsa betur um völlinn sinn!