Kvennaliðið Íslenska kvennalandsliðið í golfi endaði í 33. sæti á heimsmeistaramóti áhugakylfinga í golfi sem lauk í dag í S-Afríku. Heimamenn fögnuðu sigri í keppninni á 10 höggum undir pari vallar samtals en Svíar, sem höfðu titil að verja, voru einnig á 10 höggum undir pari. Þetta er aðeins í annað sinn í sögu keppninnar sem að tvær þjóðir eru jafnar eftir 72 holur. Tvö bestu skorin á hverjum hring töldu í keppninni þar sem að þrír keppendur voru í hverju liði. Í tilfelli S-Afríku og Svía var skor þriðja kylfingsins tekið með í reikninginn og var skor þeirra jafnt á lokahringnum. Úrslit mótsins réðust á lélagasta skori þjóðanna á þriðja keppnisdegi þar sem að sænski kylfingurinn lék á 77 höggum en S-Afríka var með skor upp á 73 högg.
Íslenska landsliðið lék illa á lokakeppnisdeginum. Tinna Jóhannsdóttir lék á 80 höggum eða 8 höggum yfir pari vallar. Nína Björk Geirsdóttir lék á 81 höggi og Anna Lísa Jóhannsdóttir var á 82 höggum.
Ísland lék á 48 höggum yfir pari samtals og var því 58 höggum á eftir S-Afríku.

Til að sjá hvað skorið var hjá stelpunum ýttu hér