Jæja nú ætla ég að halda áfram að ræða um kylfur og segja mitt álit á þeim.

Driver

Cleveland Launcher 460 TI: er driver sem ég ætla að taka fyrir núna og kannski helsta ástæðan fyrir því er sú að ég er með hann í mínum poka.
Þetta er mjög góður driver að mínu mati(enda með hann í mínum poka) og hann er frekar léttur og fyrirgefandi.

Þetta er 460cc titanium driver með stóru og góðu “sweet spot” sem er bara gott, auk þess er hann mjög fyrirgefandi og hentar þar af leiðandi kylfingum á öllum getustigum.

ÉG prufaði hann með nokkrum sköftum og varð Aldila NV65 R fyrir valinu, enda afbragðs skaft. En stock skaftið er líka bara mjög gott og er kannski betra fyrir háforgjafarkylfinga.

En ég mæli með þessum driver og gef honum 4 af 5.


Járnasett

Callaway X-Tour: Ég prufaði þessar um daginn hjá félaga mínum og varð fyrir smá vonbrigðum með þær, ég bjóst við miklu meira af þeim en varð raunin. Hálfdauður fílingurinn og stutt högg miðað við smell hitta bolta er það sem ég hef mest út á að setja með þessar kylfur.

Það er náttúrlegar spurninginn hvort að rétt sköft hafi verið á settinu og hefur það mikið að segja og fær þetta sett að þeim sökum smá sjéns hjá mér og gef ég því einkunina 3 af 5.

Wedgar

Cleveland CG10: Þessa wedga er ég með í pokanum og er ég rosalega ánægður með þá enda stendur Cleveland Golf sig alltaf í hönnun á gæða wedgum.

Þeir eru soltið þungir en það er góður balance í þeim og er CMM málmurinn, sem að er í þessum wedgum, frekar mjúkur. Þeir rífa sig vel í gegnum þykk röff og maður nær góðu controli á boltanum af brautm, bönkerum og í erfiðum aðstæðum. Þessir wedgar henda flestum kylfingum en þó síður háforgjafarkylfingum.

Þeir fá 4 af 5 í einkunn hjá mér og fá þeir mín meðmæli.

Pútter

Oddisey Two ball: Ég get ómögulega skilið það hvað menn sjá við þessar púttera. Útlitið fer rosalega í taugarnar á mér og balance-inn í þeim finnst mér alls ekki nógu góður.

Það hefur líka sýnt sig að bestu kylfingarnir á túrnum nota fæstir þessa gerð púttera og segir það nú eitthvað um þá. En af einhverjum ástæðum þá virðast þeir höfða vel til þeirra sem að eru í vandræðum með púttin.

Hann fær 2 af 5 hjá mér, hefði gefið honum 1 en þar sem hann hefur greinilega hjálpað lélegur pútturunum þá fær hann 1 til viðbótar og þess vegna samtals 2 af 5.

Boltar

Bridgestone E5: Þessir boltar eru í samkeppni við Titleist NXT og finnst mér E5 boltinn mikið betri, bæði rúllar meira í drivunum og spinnar betur á grínum. Hentar forgjafarflokknum 8-20 í forgjöf og fær hann mín meðmæli og einkunn 4 af 5.

Ég kem með meira seinna og væri flott ef hugarar kæmu með uppástungur hvað ég ætti að taka fyrir í næstu greinum. Og svo vill ég endilega hvetja menn til að vera aktívari hér á hugi.is/golf.

Takk fyrir mig í bili
!