Ólafur Már Sigurðsson Kylfingur úr keili hfj. er núna að keppa í Q-school með Bigga Leif í Englandi eða Skotlandi (er ekki alveg viss) Óli már er búin að spila á 68-72-73 og er -3 eins og staðan er núna. Ég verð bara að segja það að mér finnst þetta brilliant hjá honum. Hann var í 2-4 sæti eftir 1. hring og er nú í 12 sæti eftir 3 hringi. 78 keppendur komust áfram eftir 3 hringi og þeir spila síðan 3 hringi til viðbótar og 25 efstu í þeim hóp komast áfram í næstu keppni og spila þar á öðru móti sem er með sama fyrirkomulagi. ef þeir komast í gegnum það spila þeir á lokamótinu og þar bíða 25 gullslegin kort fyrir 25 efstu á Evrópska Atvinnumannatúrinn. Biggi leifur er -2 eftir þrjá hringi(74-71-69) og eiga þeir félagar mjög góða möguleika á að komast áfram. þar sem þeir eru báðir í topp 15. Við vonum það besta með Baráttu kvðju Gottimon!