Mótsstjórn Íslandsmótsins í höggleik viðurkennir að vikið hafi verið frá reglugerð í nokkrum atriðum varðandi framkvæmd mótsins sem haldið var á Grafarholtsvelli 9.-12. ágúst 2001. Það var aldrei ætlun nefndarinnar að víkja til hliðar hagsmunum keppenda, en hún hafði í huga að framkvæmd mótsins yrði í hvívetna golfíþróttinni til framdráttar og aukinnar kynningar á meðal landsmanna. Mótsstjórn biðst því velvirðingar, ef gjörðir hennar hafa orðið til þess að einstakir keppendur í mótinu telji að þeim hafi verið mismunað við framkvæmd mótsins.

Við undirritaðir sem stóðum að baki kæru vegna framkvæmdar Íslandsmótsins í höggleik 2001 höfum í framhaldi af yfirlýsingu mótsstjórnar ákveðið að falla frá öllum kæruatriðum.

Það er sameiginlegur skilningur mótsstjórnar og kærenda að skynsamlegast sé að taka þetta mál upp á vettvangi golfþings á komandi hausti.

Guðmundur Björnsson, formaður mótsstjórnar
sign.
Halldór Halldórsson, mótsstjórn
sign.
Hörður Þorsteinsson, mótsstjórn
sign.
Jón Pétur Jónsson, mótsstjórn
sign.
Margeir Vilhjálmsson, mótsstjórn
sign.

Ingvar Karl Hermannsson, keppandi
sign.
Sigurpáll Geir Sveinsson, keppandi
sign.
Ómar Halldórsson, keppandi
sign.
Ólafur H. Jóhannesson, keppandi
sign.