Nú er lokið 1.umferð í sveitakeppni öldunga. Leikið er samkvæmt nýrri reglugerð og á fyrsta degi er leikinn höggleikur til röðunar í riðla. Hjá körlum eru sex bestu skor af átta talin hjá hverri sveit og raðast 4 bestu skorin í A-riðil, 4 þau næstu í B-riðil og þau síðustu í C-riðil. Á morgun, laugardag, leika karlasveitirnar holukeppni og verða leiknir einn fjórmenningur og fjórir tvímenningar. Hjá konum eru talin fjögur bestu skor af sex og raða þau síðan í fjögurra sveita riðla. Í holukeppni kvenna eru leiknir einn fjórmenningur og tveir tvímenningar.

Úrslit úr höggleik karlasveita:
1. GK 481 högg
2. GV 490 högg
3. GA 502 högg
4. GR 504 högg
og leika í A-riðli.
5. NK 513 högg
6. GS 513 högg
7. GL 525 högg
8. GO 538 högg
og leika í B-riðli.
9. GKG 539 högg
10. GF 551 högg
11. GKJ 564 högg
og leika í C-riðli.