B lið Íslands skipað Birni Þór Hilmarsyni, Sigmundi E. Másyni, Gunnar Þór Jóhannsyni og Stefáni Orra Ólafssyni er í öðru sæti eftir 2 daga af þremur. Gengi liðsins í Finnlandi hefur verið mjög góður og eru þeir aðeins tveimur höggum frá því fyrsta, sem er Svíþjóð. Björn Þór hefur spilað best af Íslendingunum og er alls +1 í heildina eftir 36 holur, hann var -1 seinni hringinn, sem er mjög gott, +1 er besta skorið í mótinu. Á eftir Birni kemur Gunnar Þór sem er +8 sem er líka mjög góður árangur, svo kemur Sigmundur +10, hann var á parinu seinni hringinn, þar á eftir kemur svo Stefán Orri +14.
Spenna verður síðasta hringinn þar sem er lítill munur á 1-3 sætunum. Svíar leiða með 2 höggum á Íslendinga og Íslendingar leiða með 2 á Norðmenn.

Þið getið séð stöðuna hjá öllum eftir tvo daga <p><a
href="http://golfpiste.com/pm2001/leaderboard/index.asp?sarjaID=7&amp;Teams=1&amp;lang=en">hér.</a></p