David Duval Jæja þar kom að því að David Duval sigraði á risamóti en hann sigraði á opna Breska meistaramótinu nú um helgina,Duval var að mínu mati einn af 3 bestu spilurum heims sem ekki höfðu unnið risamót,hinir eru Colin Motgomerie og Phil Mickelson.
Duval sýndi sanna meistaratakta þegar hann að eigin sögn rétt komst í gegnum niðurskurðin með því að spila 2 síðustu hringina á 10 undir pari 66-67 og tryggði sér þar með sigurinn.
David Duval byrjaði ungur að stunda Golf því pabbi hans var Golfkennari og hófst þegar handa að móta David strax í æsku,margir hafa tekið eftir því að höfuð Duvals hreyfist til hliðar ÁÐUR en hann hittir boltann (menn halda oft að hann líti upp en það gerir hann ekki)þetta lagði pabbi hans mikla áherslu á vegna þess að Duval snýr geysilega hratt í gegn með öllum skrokknum með kylfuna tiltölulega lokaða,þannig að þetta “upplit”er einfaldlega til þess að minka meiðslahættu hjá Duval,þrátt fyrir það hefur Duval átt við mikil bakmeiðsli að stríða,og varð næstum því að hætta við þátttöku á opna Breska í fyrra (þar sem ævintýri á 17.holu felldu hann úr 2. niðrí 11 sæti),Duval sagði sjálfur að hann hefði ekki átt að taka þátt í fyrra vegna meiðslana en gerði það samt,og borgaði fyrir það dýru verði,þar sem hann var frá næstu 10 vikurnar,og náði sér í raun aldrei aftur á þetta rosaflug sem hann var á (vann nær öll mót sem hann tók þátt í og spilaði einn hring á 59 höggum).
Þeir sem sáu verðlaunaafhendinguna á RÚV á Sunnudag,sáu alveg nýja hlið á Duval,þar sem þessi steinrunni keppnismaður felldi grímuna (og sólgleraugun)og sýndi okkur að bakvið hana er kylfingur sem elskar íþróttina og var greinilega mjög hrærður yfir sigrinum.
Í ræðu sinni sagði hann m.a stutta sögu um Breska áhorfendur sem hann hrósaði mjög,og gaf í skyn að þeir kynnu mun meira að meta góð högg heldur en hann á að venjast heima fyrir.
Ég personulega vona svo sannarlega að Duval sé kominn á fullt aftur,og takist á við Tiger Woods af fullri hörku (þeir eru bestu vinir),það verður ekkert slor að sjá Tigerinn,Duval og Sergio Garcia berjast á næstu árum.
P.s ég talaði um pabba Davids,hann hafði verið Golfkennari í mörg ár,og að sjálfsögðu þjálfari Davids,þar til fyrir nokkrum árum að David tók pabba sinn á eintal eitt kvöldið eftir kvöldverð og sagði honum að hann væri nógu góður til að spila á Senior túrnum (kylfingar yfir 50 ára)þeir ræddu málið og Duval eldri ákvað að reyna,æfði með David heilt sumar,og fór svo í Q-school (úrtökumót) og viti menn hann flaug í gegn í 1.tilraun og þénaði m.a yfir 1 milljón dollara árið 2000.
Ennþann dag í dag bera þeir pokana fyrir hvorn annann við og við,eru miklir vinir og spila eins oft og þeir geta.
Grein sem Duval eldri skrifaði í GOLFDIGEST hét “That´s my boy”,segir í raun allt sem segja þarf.