Birgir Leifur lauk keppni á Günther Hamburg Classic í Þýskalandi á 12 höggum undir pari, lék síðasta hringinn á 67 höggum, fimm undir pari, og varð ásamt öðrum í 24. sæti. Þetta er lægsti höggafjöldi sem Birgir Leifur nær á 72 holum. “Þetta er besta mótið mitt hingað til,” sagði hann. “Þetta er gríðarlega sterkt mót. Völlurinn er alls ekki auðveldur. Ef þú hittir ekki braut ertu búinn að tapa höggi, en flatirnar eru aftur á móti fremur auðveldar.”

Birgir Leifur tekur nú tveggja vikna frí frá keppni á Challenge-mótaröðinni. Hann tekur þó þátt í Canon-boðsmótinu á Hvaleyrinni 30. júlí nk. og mun þar etja kappi við Retief Goosen, sigurvegarann á opna bandaríska mótinu fyrr í sumar. “Það er gott að enda svona fyrir fríið,” segir Birgir Leifur.

LJÓMANDI GÓÐUR HRINGUR HJÁ BIRGI LEIFI - FJÓRIR UNDIR
Birgir Leifur Hafþórsson lék ljómandi gott golf á öðrum keppnisdegi Günther Hamburg Classic á Challenge-mótaröðinni í dag, föstudag. Hann lék hringinn á 68 höggum, fjórum undir pari, en fyrsta hringinn lék hann á pari. Birgir Leifur er ásamt öðrum í 50. sæti, en efsti maður er á 14 höggum undir pari.

BIRGIR LEIFUR FÉKK SJÖ FUGLA EN LÉK Á PARI
Birgir Leifur lék fyrsta hringinn á Günther Hamburg Classic í Þýskalandi á pari, 72 höggum. Birgir Leifur fékk hvorki meira né minna en sjö fugla, en þess utan lék hann fimm holur á sjö höggum yfir pari.