Ég var að lesa grein hérna inn á huga sem hét Skrif um golfvelli landsins Golfklúbbur Borgarness sem er reyndar minn heima völlur enn mig langar að skrifa um völl sem er völuur
Golfklúbbs Vatnsleysustrandar og heitir
Kálfatjarnarvöllur.


Kálfatjarnarvöllur, golfvöllur Golfklúbbs Vatnsleysustrandar, er völlur sem vert að gefa gaum. Hann er staðsettur mitt á milli Hafnarfjarðar og Reykjanesbæjar, liggur umhverfis Kálfatjarnarkirkju, aðeins 15 mínútna akstur frá Hafnarfirði. Völlurinn er 9 holur, par-70 og hefur verið breytt mikið síðustu tvö árin. Það sem kom undirrituðum mest á óvart, er hann spilaði völlinn á dögunum, var hve vel hann er hirtur. Brautirnar góðar og flatirnar með allra besta móti, mun betri en t.d. í Grafarholti eða Leirunni. Þá eru lengdarmælingar á áberandi stöðum þannig að auðvelt er að átta sig á fjarlægðum að flötum.

Húbert Ágústsson er framkvæmdastjóri og vallarstjóri og greinilegt að þar fer maður með reynslu í vallarstjórnun. Hann segir völlinn í fínu standi og það eina sem skorti á er að fá fleiri til að spila hann. „Ég held að kylfingar á höfuðborgarsvæðinu hafi ekki hugmynd hversu góður völlurinn er orðinn. Það er búið að lengjan hann mikið, breyta honum og hann er orðinn erfiðari en áður. Það tekur innan við hálftíma að aka hingað frá Reykjavík og ég held að fólk ætti að skoða þennan völl sem við höfum upp á að bjóða,“ sagði Húbert.

Þó svo að völlurinn líti út fyrir að vera auðveldur við fyrstu sýn þá refsar hann töluvert ef kylfingar eru ekki á braut. Ýmsar torfærur eru utan brauta, svo sem gamlar grjóthleðslur, hraun, tjarnir og fleira. Það er því erfitt að skora vel á honum, alltént var það niðurstaðan hjá undirrituðum. Kálfatjarnarvöllur er steinsnar frá höfuðborginni og því upplagt fyrir borgarbúa að prófa völlinn á björtum sumarkvöldum.


heimildir Kylfingur.is

Takk fyrir mig