Walter Hagen Jæja nú er komið að annari grein minni hér á huga.is og er þessi grein um goðsögnina og “skemmtikraftinn” Walter Hagen eða The Haig eins og hann var oft nefndur.

Walter Hagen er einn af bestu kylfingum sögunar og er hann fæddur í bænum Rochester í New York fylki 21 desember 1892. Hann var af þýskum og norður-írskum ættum og var sonur járnsmiðs. Hagen byrjaði sinn feril sem kaddý og þannig fylgdist hann með og lærði þá list að spila golf. Hann náði strax góðum tökum og sýndi mikla hæfileika þó að sveiflan hans var kannski ekkert sérstök þá kunni hann einfaldlega golf betur en aðrir.

Hann hafði það orðspor á sér að vera mikill skemmtikraftur á golfvellinum og gerði allt til að skemmta áhorfendum og kom fólk víða að til að fylgjast með honum. Hann var örugglega einn sá allra litríkasti kylfingur sögunar. Hann talaði mikið við áhorfendur og fékk þá jafnvel til að veðja við sig um það hvort að hann næði inná grín úr erfiðum aðstöðum. Og oftar en ekki tókst honum það.

Hann sigraði 2 sinnum á U.S. Open og 4 sinnum á Opna Breska og 5 sinnum vann hann PGA Championship, samtals sigraði hann 11 sinnum á stærstu mótunum og er aðeins einn kylfingur sem að hefur gert betur og það er Jack Nicklaus sem vann stærstu mótin 18 sinnum.Hann sigraði samtals 40 mót á PGA túrnum og hann var fyrirliði Ryder liðs Ameríku 6 sinnum og í fyrstu 5 skiptunum var hann spilandi fyrirliði. Hann var einnig fyrsti kylfingurinn til að vinna sér inn milljón dollara. Hann var einnig talinn vera besti holukeppnisspilari(match play) sögunar en hann vann eitt sinn 22 holukeppnismót í röð.

Hagen bjó allann sinn feril í Flórída og spilaði mikið á sýningarmótum og rukkaði um 40 dollara fyrir hvert mót. Einnig hafði hann 22 kylfur í pokanum í stað 14 eins og flestir vegna þess að hann fékk 500 dollara á ári fyrir hverja kylfu sem að var í pokanum hans.

Eins og áður sagði þá var Hagen mikill skemmtikraftur á golfvellinum og lifði fyrir athyglina sem því fylgdi og oftar en ekki átti hann það til að leigja Rolls Royce og einkabílstjóra með og láta hann keyra sig alla leið í fyrsta teig með tilheyrandi látum flottheitum. Hann var líka mikill “gambler” og veðjaði oft við meðspilarana. Stundum mætti hann illa til fara og órakaður á teig í mótum til að láta líta út eins og hann hafi verið á sumbli alla nóttina. Og svo spilaði hann illa fyrstu holurnar til að blekkja þá sem spiluðu með honum og þegar þeir bitu á agnið og veðjuðu við hann þá tók hann sig til og byrjaði að spila eins og hann var vanur og oftar en ekki þá vann hann veðmálin sem að oft voru í kringum þúsund dollara, ef ekki meir.

En Hagen var samt alvörugefinn maður þrátt fyrir fíflaskap á vellinum. Á þessum tíma voru atvinnumenn lágt settir á meðal annara kylfinga, sérstaklega á Bretlandseyjum. Þeir máttu ekki nota aðstöðuna í klúbbhúsunum og á flestum völlum var þeim bannað að koma inn um aðaldyrnar. Hagen hafði engan tíma fyrir svona vitleysu enda fannst honum það vitleysa að þeir sem að voru bestir í íþróttini voru ekki mjög hátt settir meðal áhugamanna.

Eitt skiptið til að mótmæla .þessari mismunun, leigði hann Rolls Royce og einkabílstjóra og lagði hann honum fyrir framan klúbbhús eins vallarins og notaði bílinn sem búningsklefa. Enginn gerði meira en hann í að niðurlægja forystumenn golfhreyfingarinnar fyrir það að koma ekki framm við atvinnumenn eins og hæfileikar þeirra kröfðust. Og á endanum vann hann sigur og var þeim leyft að njóta sömu fríðinda eins og hver annar.

Hagen lést svo 5 október 1969 en þá var hann orðinn 77 ára gamall.Ekki löngu fyrir dauða sinn lét Hagen þessi orð falla: You´re only here for a short visit. Don´t hurry, don´t worry and be sure to smell the flowers along the way! Og er það mat flestra að þetta átti svo sannalega við hann! Hann var svo gerður að meðlimi í frægðarhöll golfsins árið 1974 og átti hann það svo innilega skilið því að hann átti stórann þátt í því að draga áhorfendur á völlinn og auka þannig áhuga almennings á golfíþróttini.

Þetta var mín önnur grein og hef ég mikinn hug á því að skrifa inn fleiri greinar um goðsagnir golfíþróttarinnar. Og var ég að spá í að skrifa um Ben Hogan næst en hann ættu flestir kylfingar að kannast við!
!