Sköft Sælir kylfingar á hugi.is

Það hefur verið að tala hér um á síðunni að það sé hér ekkert að gerast. Því ætla ég að tala aðeins um sköft ( einkum grafítsköft á dræverum og brautartrjám ), hvað það er mikilvægt að hafa skaft sem hentar hverjum og einum.

Sköft eru mjög mikilvæg ( reyndar mikilvægasti hluturinn í golfkylfunni ). Þau skipta miklu máli í sambandi við lengd og nákvæmni. Það má segja að úrval á sköftum hér á landi sé ansi dræmt og allt of margir kylfingar herma hver eftir öðrum ( þ.e. kaupa sama skaft og einhver annar, þótt að þetta tiltekna skaft hentar sá aðila ekki neitt ) t.d. man ég eftir því að Birgir Leifur var með skaft sem hét Blue Force 90 stiff ( að mig minnir ). Þegar hann sást með það á drævernum, þá fóru allir að kaupa þetta skaft, án tillit til þess hvort að það hentaði þeim aðila.

Það eru til fjórir stífleikastyrkleikar á dræverum. Það er: Regular skaft, firm skaft, stiff skaft og extra stiff skaft. Reyndar er náttúrulega til senior sköft sem eru aðeins mýkri en regular og sömuleiðis með kvennasköftin.
Maður sem er með 70-90 mph ( miles per hour ) sveifluhraða eiga að vera með regular skaft. Ef einhver tiltekinn aðili er með hraðari sveiflu, þá þarf hann að fá sér stífara skaft, til þess að mæta þessum hraða.

Það er til mjög mikið úrval af sköftum, eflaust fleiri merki til þar á bæ, heldur en kylfuframleiðendur. Sum sköftin eru þyngri en önnur, sum eru aðeins stífari, sum aðeins lengri o.fl. Vinsælustu sköftin í dag eru að mestu leyti Fujikura, United sports techonolgy, Harrison o.fl. Býst við að flestir sem lesa þetta hafa ekki hugmynd um hvaða merki þetta eru en hvað um það…

Hér á landi hinsvegar kaupa allir kylfurnar sínar og spá ekkert í sköftin ( eins og ég nefndi áðan dæmið með Birgir Leif ). Láta sér nægja sköftin sem er á golfkylfunni ( þá er ég eiginlega að tala um dræverinn ). Fólk þarf að láta mæla sig og komast að því hvað hentar best.
Margir fá sér t.d. stiff skaft með drævernum út af því að “ allir hinir ” eru með stiff skaft á sinni kylfu og maður vill ekki vera minni maður og vera með regular, þótt að það henta aðilanum mun betur. Það er án vafa bull og vitleysa ( hef lent í því. Fékk mér stiff skaft og sló eins og fáviti. Vildi ekki vera öðruvísi ).

Ég sá mjög athylgisverðan þátt um daginn á Golf channel þar sem prófaðar voru ýmsar gerðir af sköftum. Var einn atvinnumaður látinn slá 20 bolta á tiltekið skotmark og síðan reiknað út meðaltalið á lengdinni og nákvæmni. Kom í ljós að það munaði um 20 metrum á því skafti sem hann sló lengst með og því sem hann sló styst með. Einnig kom í ljós að hann var tæplega 22,4%nákvæmari með einu skaftinu, heldur en því sísta.
Þetta er náttúrulega alveg fáránlegt. Ég vildi ekki trúa þessu í byrjun, en þetta er svona. Það skiptir mjög miklu máli hvaða sköft þú hefur á kylfunni þinni.
Ég er sjálfur með Regular YS-6 sköft á bæði drævernum mínum og 3 tré. Þótt að ég sé með sama skaft á þeim kylfum ( lét mæla sveifluhraða minn o.fl. ), þá þýðir það ekki að það gildir fyrir alla. Margir atvinnumenn eru með mismunandi sköft hjá sér. Flestir eru þá með stiff skaft á drævernum og síðan regular á 3 trénu ( eða það sem kemur eftir á ). Einnig eru sköftin í fá skipti frá sama framleiðanda.

Því ætti fólk sem er að spá í að fá sér nýjan dræver eða brautartré að spá í skaftinu, því það skiptir líka máli.
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.