Ólafur Már Sigurðsson var að gera góða hluti í Köln á móti sem hann tók þátt í, sem var opið áhugamannmót. Ólafur Már var í baráttu við Hollendinginn Van Weerelt sem rétt náði að sigra hann Ólaf með einu höggi, Weerelt fékk fugl á 18. holu :( SKANDALL! Þannig að Ólafur lenti í öðru sæti aðeins einu höggi frá Weerelt sem var víst að spila frábærlega. Ólafur var allt í allt fjóra undir allt mótið og spilaði á 70 höggum síðasta daginn, tveimur höggum undir pari.
Í viðtali við Ólaf eftir hringinn sagði hann eftirfarandi: “Mér hefur bara aldrei liðið jafn vel undir álagi. Það var það sem kom mér mest á óvart. Ég hef unnið mikið í andlegu hliðinni núna og það skilaði sér mjög vel. Ég var svo einbeittur að ég vissi ekki hvernig staðan var. Ég vissi ekki á hverju Hollendingurinn var. Mér fannst eins og við værum jafnir.”