Tiger Wood sigrar á Meistaramótinu Tiger Woods vann US Masters mótið 2001 og varð með því fyrsti maður í sögu golfsins til að vinna alla stóru titlanna í golfi í röð.

Woods kláraði daginn eins og sanuur meistari þegar hann sló niður 5,4 metra pútt til að ná fugli. Þar með kláraði hann daginn á 68 höggum, annan daginn í röð. Hann kláraði mótið 16 höggum undir pari.

Woods sem vann U.S Open, British Open og PGA Championship 2000, vann sinn annan græna jakka í dag með 2 högga forystu á David Duval.

Það er hreint ótrúlegt hvað þessi 25 ára gamli strákur er búinn að gera fyrir golfið. Áhorf á golfmót hefur aukist ótrúlega hratt á mjög skömmum tíma og verður að skrifa stóran hluta af því á Tiger.

Jæja, þar hafiði það. Tiger Woods meistari meistarana 2001. Til hamingju Tiger.

Xavie