Góðan Daginn.

Um seinustu helgi var ég í móti. Þar spilaði ég með 3 öðrum kylfingum. Einn þeirra var með 16,5 í forgjöf, annar með 3,2 og seinasti með 4,1. Þegar við vorum að spila tók ég eftir því að maðurinn sem var með 4,1 í forgjöf var miklu lélegri heldur en forgjöfin hans gaf til kynna. Hann var að spila á bogey pg stundum pari flestar brautirnar. Ég spurði hann hvort hann hafði verið lítið að æfa í sumar eða hvort honum gengi bara svona rosalega illa í dag. Hann sagði að hann hafði lækkað svo rasalega í einu móti 2-3 vikum áður og hann hélt að það yrði langt þangað til hann mundi ná að spila á þessari forgjöf sem hann var kominn á.

Nú er ég að spá er þetta bara þessi eini maður sem á svona erfitt að spila á fjorgjöfinni sinni eftir að hann er búinn að lækka rosalega eða er þetta almennt?

P.S Hvað eruð þið með í forgjöf?