TaylorMade R7 dræver

TaylorMade-adidas Golf mun setja R7 dræverinn á markað í Bandaríkjunum í vor/sumar, forstjóri TMag Mark King, segir að dræverinn mun verða talsvert dýrari en 580XD dræverinn en muni ekki leysa hann af hólmi heldur verða viðbót við tæknina sem er nú þegar fyrir hendi.
400 kúbika R7 dræverinn er með tækni sem TMag kallar TaylorMade Launch Control (TLC) sem eru fjórar stillanlegar skrúfur sem breyta þyngdarpunkti kylfunnar og breytir þá einnig flugferli boltans og spuna.

Kylfingar hafa um sex stillingar að velja með þyngd og staðsetningu skrúfanna.

King segir að þetta sé það sem kylfingar þurfa til þess að ná hámarks lengd útúr höggum sínum er að hafa réttar forsendur í kylfuhausnum, hann segir að eflaust séu margir sem efast um ágæti þessarar kylfu en þær raddir munu þagna þegar menn hafa prófað kylfuna og viðbrögð atvinnumannanna hafa verið frábær í janúar og febrúar.

King segir að kylfingar á PGA mótaröðinni muni byrja að nota hann á næstu tveim vikum og hann muni verða kominn í hendur allra atvinnumannanna í apríl þegar Masters-mótið hefst.

þokkalegur!!!!!!!!
Hægt er ad sjá mynd af honum á mbl.is á golfinu inn í útbúnadur.
Grein tekin af mbl.is

Hawk86