Undanfarna mánuði hefur Nike ekki ljóstrað upp leyndarmálinu bak við hinn nýja Ignite dræver. Fyrirtækið uppljóstraði leyndarmálinu við opinbera kynningu á drævernum. NexTi er hið stóra leyndarmál í kylfinni sem kemur á markað um miðjan apríl.
Samkvæmt heimildum yfir kylfuhönnuðar Nike Golf Tom Stites er NexTi næsta kynslóð af títaníum, sterkara, léttara og þynnra en Beta títaníum sem notað í flestum vinsælu dræverunum í dag. Stites sagði að hann hafi byrjað að vinna með NexTi efnið fyrir fimm árum síðan.

Ignite verður fáanlegur með tveim kylfuhauss stærðum, 410 og 460 cc, þrátt fyrir að Tiger Woods noti útgáfu sem er 340CC sem verður fáanleg síðar á næsta ári. Fyrrum Ryder Cup fyrirliði Lanny Wadkins, fyrrum Opna breska sigurvegari David Duval og John Cook fyrrum PGA kylfingur eru meðal Nike kylfinga sem nota Ignite 410 dræverinn, auk LPGA kylfingsins Grace Park.

Stites segir kylfuna hafa dýpra og stærra andlit sem skilar betri höggum. „Það gerir kylfuna fyrirgefanlegri auk þess sem ólíklegra er að hún snúist í högginu.