Nike hefur verið að fá til sín sterka kylfinga á samning að undanförnu. Eins og allir vita er Tiger Woods með fata- og skósamning við Nike, og byrjaði hann einnig að nota Nike kúlur í fyrra og vann US Open, British Open og PGA mótið með Nike kúlum, Tiger framlengdi nýlega samning sinn við Nike og tryggði sér $20 milljónir á ári. Nú eru Nike búnir að fá David Duval einn besta kylfing heims til sín, auk þess sem þeir gerðu samning við Ástralann unga Aaron Baddeley, sem er talinn vera einn af efnilegustu kylfingum heims.

Duval var áður með samning við Titleist en hann rifti honum í desember og er Titleist að fara í mál við Duval út af því. Duval er fyrsti kylfingur heims til að vera með samning um allt við Nike, þ.e. föt, kúlur, skó og kylfur. Hann spilaði á sínu fyrsta móti nýlega eftir að hafa skrifað undir samninginn við Nike og leit þar út eins og gangandi auglýsingaskilti fyrir Nike. Duval fær $7 milljónir ári fyrir samninginn.

Baddeley gerði samning um að spila með Nike kúlum og í Nike skóm. Hann er aðeins 19 ára og hefur þegar unnið opna ástralska tvisvar, í fyrra skiptið var hann áhugamaður. Þess má geta að Baddeley byrjaði í golfi þegar hann var 13 ára, til samanburðar byrjaði Tiger þegar hann var þriggja ára.
jogi - smarter than the average bear