“Gengið hefur verið frá því að Edwin R. Rögnvaldsson og Tom Pearson muni saman sjá um hönnun 18-holna golfvallar að Minni-Borg í Grímsnesi, en verkefnið er nú á fjáröflunarstigi. Þá hefur verið ákveðið að Björn Jóhannsson, landslagsarkitekt í Garðahönnun, komi að hönnun vallarins og verði sérstakur ráðgjafi um gróður og landslag umhverfis brautir og völlinn í heild.
Golfvellinum á Minni-Borg er ætlað að gegna lykilhlutverki á spennandi og nýstárlegu afþreyingarsvæði á staðnum. Verkefnið hefur fengið nafnið Golfborgir og er ætlað að bjóða fólki að tengja saman hvíld, afþreyingu og samverustundir með fjölskyldu eða vinum í skemmtilegu umhverfi og afslappandi andrúmslofti.”
(þetta er tekið af heimasíðunni http://www.golfvellir.is) “nánar er þetta heimasíða Edwins Rögnvaldssonar golfvallararkitekst”

Já nýr golfvöllur á Minni-Borg, mér lýst allveg stórvel á þetta. Eina sem dregur mig í efa er það að ég er ekki viss um að fólk vilji eignast sumarbúðstað á golfvelli. Auðvitað veit ég að það er algengt erlendis en mín skoðun er sú að ég held að það er ekki fyrir Íslendinga! en hver veit!
Endilega segið hvað ykkur finnst og ef þið vitið eitthvað meira um þetta látið okkur hina vita! Og er ekki kominn tími að svona verkefni verði hérna á höfuðborgarsvæðinu?