Sælir kylfingar á huga.is

Ég sendi inn hér könnun um daginn þar sem ég spurði um hvort stjórnendur hér á golfinu ættu að fá spark í rassgatið og fá nýja í staðinn. Kom það í ljós að meirihluti fólks finnst stjórnendur ekki standa sig nægilega vel og vilja fá nýja inn eða 41%, næst voru það þeir sem voru hlutlausir, en það var 24%. 14% sögðu nei, og þeir sem ráku lestina með 10% hvort var að þeir stóðu sig allir vel og að þeir væru allir slappir.
Tel ég ástæðuna fyrir því af hverju þessi skoðanakönnun féll þannig í skaut er út af því að stjórnendurnir eru ekki nógu virkir. Eru seinir að samþykkja greinar og myndir, og yfirhöfuð alveg áhugalausir og þola ekki þá ábyrgð að vera stjórnendur.
Ég hef nú sent ófáar greinar hér á huga.is og það er mismunandi eftir stjórnendum hver fær hvað. Stundum samþykkja þeir greinina strax, eða að maður þarf að bíða dagana, ef ekki vikurnar eftir samþykki. Svo hefur maður einnig sent líka myndir og kannanir. Hef ég fengið stundum þau svör að könnunin verður virk eftir nokkra mánuði, sem mér finnst vera allnokkur tími. Það getur ekki verið svo mikið af könnunum á bið. Svo er það kannski út af því að stjórnendurnir skrifa engar greinar um eitt og annað, sem margir halda að sé starf stjórnenda að gera: Að halda síðunni uppi og hafa alltaf eitthvað ferskt á síðunni þar sem fólk getur verið að skoða svo að áhugamálið verði ekki lagt niður.
Vor stjórnendur eru ekki alveg svo slæmir. Við þurfum líka að muna það að nú er vetur og ekki mikið að gerast í íslensku golfi, sem og út í heimi. Ekki geta þeir samþykkt alltaf greinar sem fjalla um það sama í hverri viku. Ekki geta þeir alltaf verið að samþykkja greinar alveg á núinu. Þeir eiga sér líka líf eins og allir aðrir. Þeir sitja ekki við tölvuna og bíða eftir greinum eins og margir halda örugglega.
Það sem þarf að gera hérna er að fækka stjórnendum hér á golfinu. Ekki þarf 3 til þess að stjórna hér. Það er örugglega ekki mikið að gera hérna sem stendur og þarf því ekki eins marga og nú er. Kannski þarf 3 til að standa vörð á sumrin, en ekki á veturna.
Þarf einfaldlega að gera skoðanakönnun um hvaða stjórnenda eigi að halda hér á golfinu: Axes, Quadro eða Wiss. Ekkert hlutlaus eða þannig valmöguleikakjaftæði. Sá sem fær minnst verður látinn fjúka en hinir tveir verða áfram.
Það þarf að fara að gera eitthvað í þessum málum, eða það endar með því að golfið fær svona dræma aðsókn að það verður lagt niður.

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.