Sælir kylfingar á vor huga.is

Ég var að vafra um á netinu og sá á einni sportsíðu að golf væri næst fjölmennasta íþrótt á Íslandi. Fótboltinn góði vermir hinsvegar toppsætið og lætur það ekkert af hendi sér. Finnst mér þetta vera mjög gott fyrir golfið. Íþróttin var á árum áður talin vera frekar mikil snobbíþrótt og aðeins fólk sem ætti mikil auðæfi gæti bara spilað golf. Fyrir nokkrum árum var golf í 10. sæti með um 3000 manns eða svo. Síðan hefur komið einhver allsvakaleg sprengja og þa má segja að það sé komið hálfgert “golfæði” hér á Íslandi. Allir golfklúbbar orðnir fullar og biðlistar með fleiri hundrað manns á. Þetta hefur örugglega haft þau áhrif með sér að golfvörur hafa lækkað talsvert vegna aukins eftirspurnar og líka nýrrar samkeppnar,enda fyrir ca. 5 árum þá voru bara 2 golfbúðir eða svo á Íslandi og voru þær ekki stórar og höfðu ekki upp á það úrval að bjóða eins og er nú í dag.
Ísland er ekki eina landið þar sem golfið er orðið mjög vinsælt. Í t.d. Frakklandi, Englandi, Danmörku og fleiri löndum hefur golfið orðið sívinsælara og það er ekkert nema gott.
Ástæðan er náttúrulega út af honum Tiger Woods. Eftir að hann uppgvötaðist þá tók golf allt í einu kipp um allan heim. Þetta er nú ekki í fyrsta sinn sem golf hefur orðið allt í einu svona vinsæl út af einum kylfingi. Maður að nafni Ben Hogan gerði einnig slíkt um 1930, en hann er talinn einn af bestu kylfingum sem hafa verið uppi, ef ekki sá besti.
Ég er allavega mjög ánægður með þetta og vona að fjölgun í golfinu verði meiri og fleiri vellir fara að líta dagsins ljós hér á landi.

Takk fyrir mig
-Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.