Golfþingið var haldið í dag og fór ég og tók þátt í því í fyrsta sinn. Var bara nokkuð sáttur með það sem það þar fór fram. Ætla að renna yfir Það helsta sem þar gerðist í þessari grein.

Breytingar verða á stigagjöfinni á Toyota-mótaröðinni. Nú fá menn stig eftir því í hvaða sæti menn eru en ekki samkvæmt skori. Við þetta fá fyrstu sætin mjög mikið vægi. Þannig getur t.d. sá sem spilar ekki í öllum mótunum en er við toppinn í þeim sem hann tekur þátt í fengið meira af stigum en sá sem mætir á öll mótin og er alltaf í kringum 20-30. sætið. Áður fyrr var þessu öfugt farið, sumir sem voru aldrei í toppbaráttunni í einstökum mótum en voru kannski að mæta á öll mótin voru með efstu mönnum á mótaröðinni. Sama stigagjöf verður í unglingamótaröðinni.

Svo verða miklar breytingar á Íslandsmótinu í holukeppni og verður mótið með því sniði sem mikið var talað um hér í sumar. Núna færist mótið aftur í byrjun ágúst og verður því 5. stigamót sumarsins. Höggleikurinn dettur út og verður strax byrjað í 64 manna holukeppni hjá körlunum en 16 hjá konunum. 64 efstu á mótaröðinni fá þáttökurétt á mótinu.

Svo verða smá breytingar á sveitakeppninni. Menn vildu forðast að hafa merkingarlausa leiki á sunnudeginum og upphaflega tillagan hljóðaði því uppá að bara ein sveit færi upp og ein niður um deild. Menn voru ekki alveg á því að það væri besta lausnin enda yrði þá alltof lítil hreyfing á milli deilda. Til að minnka líkurnar á merkingarlausum leikjum á sunnudeginum en samt láta tvær sveitir fara upp og niður þá verður eftirfarandi fyrirkomulag notað:

Leikið verður áfram í tveim fjögurra sveita riðlum og breytist riðlakeppnin ekkert. Eftir riðlakeppnina verður leikið um 1-4. sæti og 5-8. sæti. Keppnin um 1-4. sæti breytist ekki frá því sem áður var. Keppnin um 5-8. sæti verður þannig að liðin taka með sér úrslitin úr riðlinum gegn hinu liðinu sem er að spila um fall og spila svo við liðin úr hinum riðlinum. Þannig munu þessi lið öll hafa spilað við hvert annað og verður þetta því eins og venjulegur fjögurra sveita riðill. Samt spilar bara hver sveit 5 leiki í heildina.

Svo var einhver umræða um að færa sveitakeppni karla fram í lok júní, það er þó ekki búið að ákveða hvernig það endar.

Vona að þetta hafi skilist, ef þið hafið einhverjar spurningar um þingið, spyrjið þá bara.
jogi - smarter than the average bear