PING S59 blaðjárn Í fyrsta sinn beina PING spjótum sínum á blaðkylfumarkaðinn. Samkvæmt John Solheim, framkvæmdarstjóra PING, hefur fyrirtækið alla burði til þess að verða leiðtogar á þeim markaði. Hann segir að þeir séu að bjóða betri kylfingunum einhvað sem lengi hefur verið beðið eftir.

Þó svo að S59 járnin séu fyrstu blaðkylfur PING síðan 1961 þá lofar John að hönnun þeirra innihaldi þau gæði og tækninýjungar sem PING eru þekktir fyrir. “Það er mjög góð tilfinning að slá með þessum kylfum, boltaflugið er einstakt og auðvelt er að ráða við löngu járnin. Við erum mjög spenntir fyrir þessum járnum og erum þess fullvissir að þau slái í gegn. Við hönnun þeirra notuðum við mikið af því sem við höfum lært í gegnum árin og höfum trú á að það muni að lokum hækka staðalinn í greininni.”

Fyrstu viðbrögð þeirra atvinnumanna sem hafa fengið að prófa S59 járnin eru frábær. Kylfurnar eru fallegar að sjá og þegar þeim er stillt upp eykst sjálfstraustið. “Flestir hafa spurt okkur hvenær þeir fá sett.”

Kylfurnar fást frá 2 járni til og með PW. Sérstök sköft fylgja þeim sem kallast ZZ65 en einnig er fáanleg önnur sköft. Hægt er að fá S59 járnin mæld sérstaklega fyrir hvern kylfing eins og allar golfkylfur frá PING. S59 járnin eru komin á markað í Bandaríkjunum og styttist í að þau komi til Evrópu.

Tekið af golfsíðum mbl.is