Ástralski kylfingurinn Adam Scott sigraði í PGA-mótinu sem lauk í Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum í nótt. Hann lék lokahringinn á 66 höggum, eða 5 höggum undir pari. Hann lauk leik á samtals 264 höggum, eða 20 höggum undir pari, og hafði fjögurra högga forskot á Rocco Madiate, sem varð annar. Íslandsvinurinn Justin Rose varð þriðji.
Þetta var fyrsti sigur Scotts, sem er aðeins 23 ára, á PGA-mótaröðinni. Hann lék frábærlega í mótinu og var með forystu frá öðrum hring er hann lék á 62 höggum og setti vallarmet. Fyrsta hringinn lék hann á 69, síðan kom 62, þá 67 og loks 66 högg lokadaginn. Hann fékk 72 milljónir íslenskra króna í verðlaunafé.
Justin Rose náði þriðja sæti með því að fá fugl á tveimur síðustu holunum í gær og kom inn á 67 höggum. Vijay Singh lék einnig vel í gær, eða 66 höggum, og komst við það upp í fjórða sæti.

Tiger Woods átti aldrei möguleika á sigri í mótinu þrátt fyrir að hann hafi leikið vel og spilaði í gær á 67 höggum. Hann endaði í sjöunda sæti á samtals 11 höggum undir pari. Næsta mót sem hann tekur þátt í verður 2. október á American Express meistaramótinu, sem hann vann í fyrra þegar það var haldið á Írlandi.

kv. Ripp Tekið af www.mbl.is
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch