Komið öll sæl kæru kylfingar. Hér ætla ég að gera smá grein um kylfinga frá 65+ aldri.

Eins og allir vita, þá er mjög erfitt að fá rástíma hjá stóru klúbbunum. Ég er einn af mörgum sem er í GR og við eigum frekar efitt með að fá rástíma. Segjum t.d. að einn góðan veðurdag, þar sem sólin nýtur sín og ekki eitt einasta lauf hreyfir sigþ. Svona um 10- leytið að morgni hringi ég niður í GR í golfbúðina. Svor spyr ég starfsmanninn sem tekur við hringingu minni hvort hann eigi einhvern rástíma um svona 4-6 leytið. Í 95% tilvika er sagt hreint og beint NEI. Fyrsti rástíminn sem maður gæti hugsanlega fengið væri 20:00 um kvöldið. Þetta fer frekar all hressilega, að ég sem GR meðlimur og borga um 50þ. í árgjald geti ekki fengið rástíma fyrr en um kvöldið þegar maður getur einungis spilað 9 holur, en ekki 18 holur. Ástæðan er einföld. Eldri kylfingar. Þeir sem vakna klukkan 6 um morgnanna og bíða svo þangað til að golfbúðin opnar. Fara þeir svo að símtólunum, hringja og taka svo frá rástíma. Ég veit þetta vegna þess að einn daginn er ég var í hægindum mínum að horfa á hollin sem voru að byrja á fyrsta teig þá var u.þ.b. 80% þeirra fólk á aldrinum 65 ára og eldri. Ég hef ekkert á móti eldri borgurum og þetta er nú of mikið. Þótt að þeir séu nú í klúbbnum þá eru líka aðrir sem eru í klúbbnum og hafa ekki eins mikinn frítíma og þeir sem eru komnir á eftirlaunaaldur.
Þetta er orðið mikið vandamál í GR og hafa margir kvartað yfir þessu ástandi sem nú ríkir yfir.
Ég veit ekki hvað gera skal í svona mál, en ég hef nokkrar hugmyndir til bæta þetta.
NR. 1: Það var einu sinni ráðgert að bæta við auka 9 holum niður á KOrpúlfsstöðum, en mig minnir að þær hugmyndir hafi farið út um þúfur. Mér finnst að það ætti að taka þessa hugmynd um stækkun aftur upp svo það væri hægt að dreifa þessu eilítið meira. GKG menn eru t.d. nú að stækka sinn í 27 holur, vegna þess ahve mikil aðsókn er á völlinn.
NR. 2: Það er náttúrulega hægt að gera hreinlega nýjan 18 holu völl. Það er stórt og gott svæði rétt hjá aðalstöðunum hjá Sorpu, þar sem er hægt að byggja nýjan 18 holu golfvöll. Myndi þá þetta álag sem er á Korpu og Grafarholti minnka mikið ef til annars golfvallar kæmi sem þýðir: Aðgengilegra fyrir aðra að komast að.
Þetta er mínar hugmyndir. Þetta myndi náttúrulega taka sinn tíma, en ég sé því miður ekkert annað í stöðunni.
Fyrst og fremst þar golfklúbburrinn að fara að gera eitthvað í þessum málum. Ef ekki, þá þarf maður hreinlega að fara niður á Akranes til þess að geta spilað eitthvað golf!!!
Hef ég hér með lokið grein minni um eldri kylfinga.

Takk fyrir muig.
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.