Bandaríski kylfingurinn Jack Nicklaus, eða Gullbjörninn, sást á Akureyri í morgun. Hann kom til landsins með einkaþotu sinni og lenti á Akureyrarflugvelli. Nicklaus hefur vanið komur sínar hingað til lands, ekki til að leika golf, heldur til að veiða lax. Samkvæmt heimildum er hann við veiðar í Laxá í Aðaldal ásamt syni sínum Gary. Gullbjörninn er heiðursfélagi í Golfklúbbi Akureyrar og gera forráðamenn klúbbsins sér vonir um að hann sjái sér fært að koma og heilsa upp á þá eftir laxveiðarnar.
Halldór Svanbergsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbs Akureyrar, sagði við Fréttavef Morgunblaðsins, að vonandi léti Nicklaus sjá sig á vellinum. „Það er að hefjast meistaramótið hjá okkur og Gullbjörninn er löglegur í það vegna þess að hann er heiðursfélagi í klúbbnum. Vonandi sér hann sér fært að mæta,“ sagði Halldór.

heimldir: Morgunblaðið www.mbl.is
I mean, isn't that just kick-you-in-the-crotch