Góðan dag ágætu félagar,
Tvennt sem ég ætla að tala um í þessum pistli mínum sem varðar landsmótið í holukeppni sem hefst í fyrramálið á velli GS-manna. Fyrst er það framkvæmdin(sem verður að breyta á golfþingi)sem mér finnst ábótavant, þá meina ég að það skuli hátt í hundrað kylfingar spila 36 holu undankeppni til þess að komast í sjálfa holukeppnina þar sem aðeins 16 fá að taka þátt, persónulega tel ég að mótið yrði skemmtilegra og hlyti meiri virðingu ef að það mundi verða byrjað að spila í 108 manna úrslitum og að 108 forgjafalægstu kylfingarnir sem skrá sig í mótið öðlist keppnisrétt(útskýring: 20 forj. lægstu sitja hjá í fyrstu umferð og hinir 88 leika sem hér segir til þess að komast í 64 manna úrslit. 21-65, 22-66….64-108. sem þýðir að forgjafalægsti kylfingurinn i annari umferð leikur á móti leik 64-108, forgj.2 á móti 63-107….. Með þessu held ég að við fáum kylfing sem verðskuldi að verða Íslandsmeistari í holukeppni.
Annað sem ég vil minnast á er að ég heyrði það á suðurnesjunum í gær að það ætti að slá röffið í dag vegna þess hve það væri orðið mikið. HALLÓ við erum meistaraflokksmenn og við eigum að geta hitt brautirnar ef ekki þá á að refsa okkur.


takk fyrir mig og skemmtið ykkur vel á völlunum ísumar.

kv,
herra handicapped