Fyrsta stigamót ársins fór fram um þessa helgi á Korpúlfsstaðavelli. 66 karlar voru skráðir til leiks en 15 konur. Fyrsti hringurinn fór fram á laugardaginn og leiknar voru 36 holur og var staða efstu 5 manna eftir fyrstu 18 holurnar svona:

Heiðar Davíð Bragason GKJ - 66 (-5)
Sigurþór Jónsson GK - 69 (-2)
Magnús Lárusson GKJ - 70 (-1)
Örn Ævar Hjartarson GS - 70 (-1)
Björgvin Þorsteinsson GV - 71 (E)

5 efstu konur voru þessar:

Þórdís Geirsdóttir GK - 76 (+5)
Anna Lísa Jóhannsdóttir GR - 79 (+8)
Karlotta Einarsdóttir GKJ - 79 (+8)
Katrín Dögg Hilmarsdóttir GKJ - 80 (+9)
Ragnhildur Sigurðardóttir GR - 80 (+9)

Heiðar og Örn voru jafnir á 140 höggum eftir 36 holur. Heiðar setti vallarmet fyrri 18 holurnar þar sem hann lék á 66 höggum eða 5 höggum undir pari. Hann spilaði ekki jafn vel á seinni 18 holunum eða á 74 höggum. Örn Ævar lék hinsvegar báða hringina á 70 höggum. Magnús Lárusson hinn ungi og efnilegi kylfingur úr GKJ fylgdi fast á hæla þeirra og verða þeir allir saman í lokahollinu á sunnudeginum.

Í dag var leiðindaveður til golfleiks og var skorið því ekki gott. Mikill vindur var og mjög kalt. Spennan var gífurleg í karlaflokkinum og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokaholunni. Heiðar Bragason og Magnús Lárusson fengu báðir par á síðustu holuna en Örn Ævar sem fylgdi þeim eins og skugginn náði ekki að krækja sér í sigur og endaði sem sagt 3 höggum á eftir Heiðari sem bar sigur úr býtum. Lokastaða í karlaflokki er sem sé svona:

Heiðar Davíð Bragason GKJ - 212 (-1)
Magnús Lárusson GKJ - 214 (+1)
Örn Ævar Hjartarson GS - 215 (+2)
Sigurþór Jónsson GK - 222 (+9)

Sigurvegari í kvennaflokki var Þórdís Geirsdóttir og var sigurinn í rauninni aldrei í hættu þar sem hún hafði 5 högga forystu á Ragnhildi Sigurðardóttur fyrir lokahring. Hún ákvað að breyta henni ekkert og sigraði með 5 högga mun. Lokastaða í kvennaflokki var sem sé svona:

Þórdís Geirsdóttir GK - 235 (+22)
Ragnhildur Sigurðardóttir GR - 240 (+27)
Karlotta Einarsdóttir NK - 246 (+33)
Anna Lísa Jóhannsdóttir GR - 250 (+37)

Heiðar og Þórdís sem sagt meistarar í fyrsta stigamóti ársins og óska ég þeim til hamingju og vona ég að þetta verði æsispennandi mót í sumar.

Best að geta heimilda áður en maður kveður og ég tek það skýrt fram að þetta er ekki c/p. En heimildir: www.golf.is

Takk fyrir mig
Geithafu