Ég skrapp upp á völl í dag í fyrsta skipti í nokkrar vikur, (ég hef verið í samrændu prófunum) og völlurinn var ótrúlega góður.
Ég er í Nesklúbbnum og mjög oft er völlurinn ekki opnaður fyrr en í endann á Maí jafnvel byrjun Júní en hann opnaði nú 7. maí held ég.

Það var alveg ágætis veður miðað við hvernig vindasamt getur verið þarna, glampandi sól og frekar heitt og ég var í geðveikt góðu skapi og spilaði svo vel, 3 fuglar og 7 skollar, 4 yfir.
Völlurinn er jafngóður og hann var í júlí í fyrra, ég hef heyrt að aðrir vellir hafa tekið mjög vel við sér vegna mjög snjólitlum og frekar heitum vetri. Ég hlakka svo að losna úr skólanum og fara upp á völl á hverjum degi vegna þess að í sumar er ég að fara vinna þarna.

Ég mæli mjög mikið með því að spila þennan völl í sumar, það hafa verið gerðar nokkrar breytingar á vellinum t.d. er búið að taka í gagnið glænýtt æfingasvæði með 15 mottum og skýli.

Takk fyrir mig !
Gallbladra (nickið er frá í 8. bekk :$)
ég er ekki bara líffæri