Sælir kylfingar á Huga.is.

Ég hef verið að hugsa mikið núna síðastliðna daga um hvort golfvellir hér á Íslandi séu of léttir þ.e. að erfiðleikastuðullinn sé of hár miðað við völlinn sjálfan.
Ég var að koma frá golfferð í Portúgal og var ég að spila völl þar að nafni Benamor golf. Hann er ca. 5600 metrar. Hann er par 71 og er frekar lokaður, en samt sem áður eru tvær par 4 holur sem eru undir 240 metrar á gulum. Samt sem áður er þetta ekkert lamb að leika sér við.
Jæja hvað með það. Allavega þegar ég skoða erfiðleikastuðulinn og hélt ég að ég væri með í kringum 4. Alls ekki. Ég var með 1 í vallarforgjöf. Mér fannst þessi vera frekar erfiðari en vellirnir hérna heima en samt sem áður er ég með mikið lægri forgjöf þarna.
Eru erfiðleikastuðlarnir hérna á Íslandi of háir. Það eru þeir að mínu mati. Mér finnst að það ætti að lækka á einhverjum völlum hérna um 1 eða jafnvel 2. Það mætti t.d. alveg breyta erfiðleikastuðulinn á Korpu. Maður er ekki að spila vel, en samt sem áður lækkun fyrir því. Svo líka í þokkabót væri þetta meiri áskorun fyrir alla til þess að bæta leik sinn.

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.