60 ár liðin frá stofnun Golfsambands Ís partur 1 Fyrstu heimildir um golf á Íslandi eru frá 1912.Þá um sumarið á heimilisfólkið á Halldórsstöðum í Laxárdalí S-Þingeyrarsýsluað hafa verið við heyskap er það rak augun í litlar hvítar kúlur sem komu í ljána.Voru menn undrandi mjög þar til einhver mundi eftir því að fyrr um sumarið hafði Englendingu.Forder að nafni,verið á þessum slóðum - líklega við laxveiði.Hafði hann haft með sér golfkylfur og einhver annarleg tæki sem hann notaði til að berja á bökkum Laxár.Ekki eru til eldri heimildir um golf hérlendis og raunar litar sem engar heimildir á reiðum höndum um neitt tengt íþróttinni fyrr en fyrsti íslenski golfklúbburinn var stofnaður,Það var Golfklúbbur Íslands stofnaður árið 1934,sem varð síðar Golfklúbbu Reykjavíkur.Golfklúbbur Akureyrar var stofnaður ári síðar og Golfklúbbur Vestmannaeyja árið 1938.Þegar golf hafði verið iðkað á Íslandi í nokkur ár fóru að heyrast þær raddir að nauðsynlegt væri að efla samstarf klúbbanna með kappleikjum og fara jafnvel að hugsa að því að halda landsmót.Gunnlaugur Einarson læknir og formaður Golfklúbbs Íslands skrifaði grein í 6.árgangi Kylfings þar sem hann setti fram setti fram skoðun sína.En þótt hugmyndinni væri vel tekið gerðist lítið í málinu fyrr en tveimur árum síðar ,eða 1. maí 1942,en þá var sent út bréf til kylfinga í Rreykjavík.
Í bréfinu var boðað til blindrarkeppni og þar sagði einnig að um kvöldið yrði sameiginlegt borðhald í klúbbhúsinu fyrir keppendur og alla aðra klúbbfélaga.Á matskránni var einn heitu réttur og kaffi.Við borðhaldið um kvöldið kvaddi Helgi H Eiríksson sér hljóðs,tók fram silfurbikar einn fagrann og sagði að þrír kylfingar hefðu ákveðið að gefa þennan bikar í þeim tilgangi að hann yrði farandbikar fyrir landskeppni í golfi.Um þennan bikar er enn leikið um í dag og fellur hann í skaut þess sem sigrar í karlaflokki á íslandsmóti.Á þessari samkomu ræddu menn um það að þar sem kominn væri landsbikar,vantaði aðila til að standa fyrir landsmóti og boða til þess.Nú væri orðið tímabært að hefjast handa um stofnun golfsambands.Þessar umræður leiddu til þess að stjórn Golfklúbbs Íslands setti sig í samband við fulltrúa Golfklúbbs Akureyrar og Golfklúbbs Vestmannaeyja sem staddir voru í Reykjavík.Golfklúbbur Íslands tilnefndi þá Helga H Eiríksson og Gunnlaug Scrham,formann klúbbsins á Akureyri,og Pál Jónsson úr klúbbnum í Eyjum.Þessir menn sömdu frumvarp að lögum dyrir væntanlegt Golfsamband og var það sent klúbbnum þremur til athugunar.Einnig var ákveðið að boða til stofnunar Golfsambands Íslands.