Upphaf stofnunar Golfklúbbs Borgarness má rekja til 26. nóvember 1971, en þá hittust á fundi í samkomuhúsinu í Borgarnesi nokkrir áhugamenn um golf og kusu undirbúnings nefnd til stofnunar golfklúbss. Í nefndina voru kosnir Gísli Kjartansson, Albert Þorkelsson og Örlygur Ívarsson.

Nefnd þessi ritaði Borgarneshreppi bréf í desember 1971 og óskaði eftir landi undir golfvöll að Hamri.

Þegar jákvætt svar hafði borist frá Borgarneshreppi, var hinn 21. september 1972 boðað til fundar að Hótel Borgarness, til undirbúnings stofnunar golfklúbbs í Borgarnesi. Á þessum fundi voru Gísli Kjartansson, Albert Þorkelsson og Sigurður Már Gestsson kosnir til að undirbúa stofnfund félagsins og semja lög fyrir það.

Golfklúbbur Borgarness var síðan stofnaður á fundi í Hótel Borgarnesi 21. janúar 1973 og voru stofnfélagar 13 talsins, Albert Þorkelsson, Gísli Kjartansson, Sigurður Már Gestsson, Ágúst Guðmundsson, Þórður Sigurðsson, Hjörtur Brynjúlfsson, Jóhann Ingimundarson, Geir Björnsson, Magnús Thorvaldsson, Ólafur Jóhannesson, Ottó Jónsson, Guðmundur Ingi Waage, og Ásgeir Pétursson.

Á stofnfundinum voru sömu menn kosnir í stjórn sem undirbúð höfðu stofnfundinn, þ.e. Gísli, Albert og Sigurður.

Hin nýkjörna stjórn hófst þegar handa og fóru nú í hönd langar samningaviðræður við Borgarneshrepp um land undir golfvöll í Hamarslandi og þá segja að málið hafi verið í meðförum hreppsnefndar frá því í september 1971, þar til samningar til 25 ára um land undir golfvöll var undirritaður 15. mars 1975.

Sá leigusamningur var mjög hagstæður golfklúbbnum. Í þeim samningi var einnig vilyrði fyrir afnotum af íbúðarhúsinu að Hamri þegar það losnaði úr leigu.

Það háði starfsemi klúbbsins mjög framan af að hafa ekki húsnæðisaðstöðuvið völlinn, en 30. mars 1978 var unirritaður samningur milli golfklúbbsins og Borgarneshreppsum íbúðarhúsnæðið að Hamri.

Húsið var á þeim tíma í hörmulegu ásigkomulagi og fól samningurinn í sér að Borgarneshreppur legði fram efni til endurbóta á húsnæðinu en félagar klúbbsinslegðu fram vinnu við endurbæturnar.

Er skemmst frá því að segja að félagar golfklúbbsins gjörbreyttu öllu húsinu og innréttuðu það að nýju á mjög skemmtilegan hátt og eru nú á efri hæð
gistiherbergi til útleigu ásamt setustofu,eldhúsi snyriaðstöðu en á neðri hæð veitinga og fundaraðstaða ásamt eldhúsi og geymslum fyrir golfáhöld.

Golfvöllurinn að Hamri er nú af mörgum viðurkenndur sem skemmtilegasti og fallegast 9 holu völlur landsins.

heimild: www.gbborgarnes.net