U.S. Masters byrjaði ekki vel þegar þurfti að fresta þurfti umferð fimtudagsins þangað til á föstudaginn.


Eftir fyrsta daginn var Kanadamaðurinn Mike Weir með fjögurra högga forystu og var á 6 undir pari.
Norður-Írinn Darren clarke var í öðru sæti á 2 undir pari og Phil Mickelson og Ricky Barnes komu síðan í þriðja til fjórða á 1 undir pari. Ernie Els sem átti lélegan fyrsta hring og spilaði á 79 höggum en bætti fyrir það þegar hann fór á 66 höggum, sem er annað besta skor mótsins.

Eftir þriðja hringinn hafði staðan breyst til muna, Mike Weir sem hafði verið í fyrsta sæti eftir fyrsta daginn spilaði á þremur höggum yfir pari, eða 75 höggum og endaði á þremur höggum undir pari. Bandaríski kylfingurinn Jeff Maggert spilaði mjög vel og fór á 66 höggum og komst í forystuna. Tiger Woods sem hafði ekki verið að standa sig sem skyldi spilaði mjög vel, eða á 66 höggum og var aðeins fjórum höggum á eftir Maggert.

Len Mattiace sem hafði verið á parinu fyrir lokahringinn kom öllum á óvart og átti besta hring mótsins eða 65 högg(7 undir pari) og komst þannig í forystuna með Mike Weir sem spilaði lokahringinn á 68 eða fjórum undir pari. Tiger Woods klúðraði góðum hring daginn áður og fór á 75 eða þremur yfir pari og endaði í 15. sæti. Phil Mickelson spilaði vel allt mótið og endaði í þriðja sæti, á fimm undir pari.

Gamla kempan Jose Maria Olazabal spilaði ágætlega allt mótið og endaði á parinu. Sergio Garcia átti eitt mesta klúður mótsins þegar hann spilaði á 6 yfir pari á öðrum hringnum en hann hafði spilað vel á fyrsta hring eða þremur undir pari.

Þar sem Mattiace og Weir enduðu báðir á -7 þurfti bráðabana til að ákveða úrslitin. Bráðabaninn var algjört klúður hjá Mattiace og Weir vann auðveldlega. Annars lýsti Aqumm þessu mjög vel í <a href="http://www.hugi.is/golf/greinar.php?grein_id=163 22894">grein eftir hann</a>. Og ef linkurinn skildi ekki virka er slóðin hér http://www.hugi.is/golf/greinar.php?grein_id=16322894.

En svona endaði mótið.

1 Mike Weir -7
1 Len Mattiace -7
3 Phil Mickelson -5
4 Jim Furyk -4
5 Jeff Maggert -2
6 Ernie Els -1
6 Vijay Singh -1
8 Jonathan Byrd P
8 Scott Verplank P
8 Mark O'Meara P
8 Jose Maria Olazabal P
8 David Toms P
13 Retief Goosen +1
13 Tim Clark +1
15 Rich Beem +2
15 Angel Cabrera +2
15 Davis Love III +2
15 Paul Lawrie +2
15 K.J. Choi +2
15 Tiger Woods +2

Heimildir- www.mbl.is/sport
www.masters.org
——