Sæl verið þið.

Það er dálítið furðulegt með þennan náungan Tiger Woods, hvar sem hann keppir, og hvernig sem honum heilsar vinnur hann í svona 90% tilvika öll mótin sem hann er í. Síðast var það Bay Hill Invitational sem hann sigraði á 19 höggum undir pari og var 11 höggum á undan næsta manni sem var Stewart Cink. Ekki nóg með það að hann vann þetta mót, en líka að Woods var með matareitrun síðasta daginn og kastaði nokkrum sinnum upp á hringnum, en náði samt sem áður að spila mjög vel og einfaldlega rústa hinum gaurunum sem kepptu á móti honum.
Er Tiger of góður? Er einhver sem á eitthvað í hann og getur ef til vill sigrað hann? Ef ég persónulega þyrfti að velja einn sem gæti gert það þá væri það Ernie Els. Hann er búinn að vera sjóðandi heitur þessa dagana og því myndi ég telja hann líklegastan til þess að geta stöðvað Tiger ( þótt að hann gerði það ekki á Bay Hill mótinu ).
Ætti kannski bara að leyfa öllum hinum atvinnumönnunum að spila á kvennateigum og hafa Tiger bara á hvítum teigum, eða eigum við að láta Tiger fá kylfur og kúlur frá 1940 og leyfa hinum að hafa það besta og nýjasta svo að þeit eigi einhvern séns?
Hvað er hægt að gera svo að Tiger hætti að hafa þessi yfirráð yfir mótaröðina. Það veit ég ekki. Kannski ættum við að klóna hann og leyfa honum að keppa á móti sjálfum sér!

Takk fyrir mig
-Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.