Jæja nú er bara rúmlega einn mánuður í að það sé hægt að spila eitthvað að ráði. Veðrið hefur leikið svo sannarlega við okkur síðastliðna daga og ég hef nýtt mér það og verið að slá svolítið.
Reyndar hefur verið blautt og boltarnir hafa bara sokkið ofan í grasið.

Ég ætla aðeins að spá fyrir sumarið með titla og þannig.
Íslandsmeistari karla held ég að verði Sigurpáll Sveinsson, samt eru margir sem eiga möguleika svo sem Bjöggi er mættur aftur til Íslands en ætlar að taka þátt í atvinnumannamótunum frá Íslandi. Örn Ævar kemur líka sterklega til greina en ég held að hann verði ekki í góðu formi vegna þess að hann er náttúrulega í námi (held ég) og verður ekki vanur því að spila á íslandi. Ólafur Már á ekki mikla möguleika, hann spilar vel einn daginn og klúðrar svo öllu hinn daginn. Svo eru yngri kylfingar líka að koma inn svo sem Helgi Dan, Heiðar Davíð og Ottó Sigurðsson. Svo kemur hann Júlíus Hallgrímsson en hann endaði í öðru sæti í fyrra.

Íslandsmeistari Kvenna verður Ólöf María það er auðvelt að veðja á það vegna þess að hún er bara einfaldlega í svo góðu formi. Herborg á eftir að ógna henni aðeins en ekki eftir að komast nálægt.

Stigameistari karla verður einhver sem ekki vinnur neitt mót og það á eftir að koma mikið á óvart. Sá sem verður stigameistari verður frekar ungur.

Stigameistari Kvenna verður Herborg þar sem Ólöf María verður ekki hér á landi vegna þess að hún mun verða að spila á Futures-mótaröðinni.

Eruð þið sammála þessu, eða ekki, en endilega látið í ykkur heyra.
ég er ekki bara líffæri