Verið öll sæl og blessuð.

Það hefur komið upp sú umræða um hvort klúbbar eins og St. Andrews og fleiri ættu nú aðeins að fara að slaka á reglunum og leyfa kvenmönnum að komast líka í golfklúbbinn. Konur hafa verið að berjast fyrir þessu í nokkur ár ( ef ekki áratugi ) og vilja ekki vera flokkuð í sama flokk og hundar og mega ekki koma inn í klúbbhúsið.
Að mínu mati finnst mér að konur séu eitthvað að fara að ganga of langt í þessum málefnum. Þannig er þetta í dag að konur eru t.d. að vera með bindi utan um hálsinn, klæðast jakkafötum o.s.frv. sem hafa alltaf verið okkar mottó sem karlmenn ( ég er ekkert karlrembusvín ef þið haldið það ).
Persónulega finnst mér að það mætti alveg hleypa konum inn í klúbbhúsin og allt í fína með það, en það gilda ennþá sumar reglur sem hafa verið í gildi í mörg hundruð ár og við karlmenn ættum ekki að breyta reglunum til þess að konurnar hætta að fara að nöldra um kynjamisrétti og þesskonar ( ekki að ég sé eitthvað á móti kvenmönnum ) en þær verða að skilja það að er sumt sem á ekki eftir að breytast og mun aldrei gera það ( vonandi móðgaði ég ekki neinn með þessu ).

Takk fyrir mig.
Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.