Nú þegar tvær umferðir eru búnar á heimsmeistaramótinu í holukeppni og aðeins 16 leikmenn eftir gæti svo farið að þeir Tiger Woods og Mickelson leiki til úrslita á sunnudag. Engu er hinsvegar hægt að spá um það, þegar aðeins 16 leikmenn eru eftir geta allir unnið alla. Þó er ljóst að spennan magnast og verður því fróðlegt og skemmtilegt að fylgjast með keppninni í dag og næstu daga. Úrslit gærdagsins urðu þessi; Woods vinnur Choi 5/3, Leaney vann Leonard 6/5, Hoch vinnur Harrington 3/2, Izawa vinnur Romero 3/1, Haas vinnur Maruyama 1/0, Price vinnur Fasth 2/1, Sutherland vinnur Rose 1/0, Scott vinnur Mediate 1/0, Lonard vinnur Tataurangi 5/4, Allenby vinnur Sluman 1/0, Clarke vinnur Love III 7/6, Furyk vinnur Lowery 6/5, Mickelson vinnur Faxon 3/2, Kelly vinnur Weir 2/1, Toms vinnur Riley 1/0 og Cejka vinnur Cabrero 4/2.
Viðureignir dagsins í dag eru; Wood v Leaney, Hoch v Izawa, Haas v Price, Sutherland v Scott, Lonard v Allenby, Clarke v Furyk, Mickelson v Kelly, Toms v Cejka.
Á morgun verða leiknar tvær umferðir þ.e. átta manna úrslit í fyrramálið og undanúrslit eftir hádegi.
Catalyst Gaming d0ct0r_who