Sæl veriði öll sömul!

Síðasta vor áskotnaðist mér heilt golfsett sem að ég tók upp í skuld hjá kunningja mínum. Ég hafði aðeins verið að leika mér áður með vini mínum og þá alltaf með hans sett þannig að þegar ég eignaðist mitt eigið sett þá jókst áhugi minn á golfi svo um munaði.
Þar sem ég stóð í flutningum frá Reykjavík til Akureyrar á þessum tíma þá gafst ekki mikill tími til að fara og spila og það var(að mér fannst) orðið of liðið á sumarið til að kaupa sér árskort á 10.000 kr og þurfa svo að borga 30.000 kr núna í sumar þegar ég hef virkilega tíma til að reyna að spila. Þannig að ég spilaði mest á algerum low-budget velli sem er aðeins innar í Eyjafirði. Svo núna í vetur hef ég aðeins farið líka í golfherminn sem er staðsettur í íþróttamiðstöðinni Bjargi.
Nú er ég að spá í að fá mér árskort í Jaðri, golfvellinum á Akureyri, og nýta réttinn minn sem algerann byrjanda og kaupa kortið á 10.000 kr sem að mér finnst mjög vel sloppið miðað við þennann völl.
Svo er annað mál að vinur minn sem að var í golfi hérna einu sinni þegar hann var pjakkur ætlar að fara með mér, gott mál, right?? Fínt að geta spilað með einhverjum og ég tala nú ekki um þegar maður þekkir aðilann. Hann þarf samt að borga einhvern 40-45.000 kr fyrir árskortið sem kostar mig 10.000 kr af því hann spilaði hér áður fyrr (langt síðan) og þetta finnst mér alveg blóðugt fyrir mann sem er dottinn úr allri æfingu en er samt betri en ég.
Ég meina finnst ykkur ekki fáránlegt að ég, alger byrjandi þurfi að borga minna fyrir að fá að spila á þessum velli (sem er sennilega einn af betri völlum landsins) og skemma hann með minni ófullkomnu sveiflu, heldur en hann sem er mun sneggri að ná upp sinni sveiflu og gengur ekki jafn nærri vellinum og ég.
Mér finnst að þeir eigi frekar að lækka gjöldin fyrir þá vönu til að ýta ekki fólki frá vellinum sem er með meiri reynslu eða eru stjórnarmenn Jaðars kannski að gera út á menn sem eru komnir með “bakteríuna”??
Einnig er ég að velta fyrir mér, eins og með þennann vin minn, hvort að menn teljist ekki vera byrjendur aftur (þannig lagað) ef að þeir hafa ekki spilað í 8-10 ár??
Gaman væri að fá coment frá reyndari leikmönnum og öðrum sem eru byrjendur eins og ég.


Kær kveðja
miller (ja, eða seta)


P.S. Þegar þetta er ritað er komið er búið að fláta mig vita af því að gjald fyrir byrjendur hefur hækkað um 150% þ.e.a.s. nú þarf ég að borga 25000 kr í stað 10000 kr, sem er náttúrulega að setja strik í reikninginn hjá mér og er því næsta víst að maður hætti við að kaupa kortið.