Svo virðist sem íslenskir golfleikarar sem hafa náð að vinna titla hér á landi vera aðeins of fljótfærnir.

Þegar ég tala um að vera fljótfærnir þá meina ég það þannig að þeir sem hafa unnið nýverið titla hafa allir farið strax í atvinnumennsku í golfi og hafa sumir brennt sig á því.

Við lítum á Birgir Leif en það eina sem við lesum um hann í fréttum blaðanna er það að hann komst “næstum” því í gegnum “cuttið” en hann var númer 187 en köttið var 70. Svona fréttir verða dálítið þreytandi til lengdar og fá mann til þess að hugsa um hvað menn einsog hann eru að gera farandi út í atvinnumennsku vitandi það að möguleikinn að komast í gegnum kött er ekki til staðar.

Mér finnst almennt íslenskir golfleikarar vera ná framförum og margir þeir sem spila enn hér á landi eiga góðan sjéns að spila í hinum ýmsu mótum úti og gerast síðar atvinnumenn en svo virðist sem svona “temporary” egó flipp og halda að þeir geti allt.

En því miður svo er ekki.