Það sem hefur komið mér mest á óvart er það hversu grænir velirnir eru núna og samt er kominn janúar!!!
Ég var að horfa á fréttir um daginn og þar sá ég að það var verið að tala um hversu grænn völlurinn er og að það sé hægt að spila hann núna bara eins og það sé ennþá haust!
Þetta orsakast af hlýju loftslagi sem er búið að vera undanfarna haustmánuði og hugsa sennilega margir núna hversu góðar flatirnar eiga eftir að verða næsta sumar og brautirnar einnig en það þarf ekki endilega að vera!
Núna síðustu daga hefur verið frekar kalt í lofti og jörðin hefur frosnað pínu á þeim tíma en ég gæti trúað því að þetta ráðist allt af janúar og febrúarmánuðinum ef þetta heldur áfram eins og þetta hefur verið síðustu vikur og mánuði semsagt svona hlýtt þá gætu flatirna orðið þannig að þær hafa aldrei verið betri en ef að það byrjar að frosna núna og það verður frost í janúar og febrúar þá gætu flatirnar farið illa!!!
En auðvitað vonar maður að það verði áfram hlýtt og ég gæti alveg trúað að það héldist bara þannig og maður gæti farið að spila golf bara á fullu í lok mars eða eitthvað álíka en hvað finnst ykkur um þetta mál???