Hversu oft æfið þið á veturnar og hvað leggið þið áherslu á að læra? sveifluna, gripið, púttin eða farið þið bara til að berja bolta í net og haldið að þið séuð að fá einhverja æfingu útúr því?
Það fæst engin æfing útúr því að bara fara að berja bolta í net eða líka út á æfingasvæði bara að sjá hvort að þú ert að hitta boltann vel og hvort að hann fljúgi eitthvað, maður þarf að vera meðvitaður um hvað maður ætlar að æfa og hversu marga hluti maður´ætlar að æfa í hvert skipti sem maður fer á æfingasvæðið.
Ég er að skrifa þetta vegna þess að ég gerði þetta einu sinni og svo kom golfkennarinn (derrik) og spurði hvað ég væri að æfa hvort að ég væri að æfa eitthvað sérstakt og ég svaraði nei ég er ekki að æfa neitt sérstakt og þá sagði hann mér þetta sem ég var að segja hérna fyrir ofan og síðan þá hef ég gert þetta og bætt mig mjög mikið!
Svo komst ég í afrekshópinn um daginn þar sem hann er að kenna og þá varð ég líka mikið meðvitaðri um hvað ég er að gera!!

P.S ég mæli eindregið fyrir þá sem hafa ekki farið til kennara að drífa sig það munar svo miklu á því og fariði þá oftar en tvisvar fariði oft maður lærir ekkert á örfáum tímum þetta tekur tíma!!!

Kveðja Sk8erboy