Blessað veri fólkið.

Ég ætla að skrifa um einn besta kylfing allra tíma Ben Hogan.

Ben Hogan fæddist 13 ágúst 1912 í Texas í Bandaríkjunum. Þegar hann var 9 ára framdi faðir hans sjálfsmorð. Móðir hans þurfti þá þar eftir að sjá fyrir Ben og tveimur systkinum hans. Til þess að fjölskylda hans fengi mat á borðið fékk Hogan sér vinnu sem blaðastrákur og seldi dagblöð, auk þess að hann fékk sér aukavinnu við ýmis önnur störf. Hann fékk svo vinnu í banka, en árið 1931 hætti hann þar og fór að einbeita sér að atvinnuferli sínum.
Hogan gekk mjög vel í flestum mótum. Hann var mjög ofarlega og vann líka þónokkrum sinnum. Árið 1940 var hann orðinn tekjuhæsti kylfingurinn á Bandarísku mótaröðinni.
Árið 1946 vann hann sitt fyrsta stórmót. Hann komst í Ryderliðið og spilaði fyrir Bandaríkjunum. Árið 1949 munaði engu að hann hefði lést í bílslysi. Flestir læknar voru búnir að afskrifa þann möguleika að Hogan gæti gengið aftur. En ákveðni Hogans fleytti honum áfram og ári seinna var hann aftur kominn á mótaröðina. Þótt hann var með stórar umbúðir um fótleggi sér og sársaukinn yfirgnæfandi hélt hann áfram að spila ótrauður á mótum.
Árið 1953 vann hann Opna breska, og má segja að það var hátindurinn á ferli hans. Þá var hann búinn að vinna öll stórmótin, þ.e. Opna breska einu sinni, Masters fjórum sinnum, Opna Bandaríska fjórum sinnum, og svo spilaði hann í Ryderliðinu líka fjórum sinnum sem bæði leikmaður og kafteinn. Þrátt fyrir háan aldur var hann alltaf í topp 10 sætunum t.d. á Masters árið 1967, en hann var þá orðinn 55 ára. Með golfinu stofnaði hann svo golffyrirtæki sem framleiddi kylfur. Árið 1965 var hann sagður vera sá besti allra tíma af Bandarískum íþróttafréttamönnum.

Ben Hogan er minntur og dáður fyrir framlægni og virðingu fyrir golfíþróttina.

Ben Hogan lést 25 júlí árið 1997.

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.