Sæl og blessuð.

Það sem ég ætla nú að skrifa um eru hvort við eigum einhverja mjög efnilega kylfinga undir 18 ára.

Persónulega ef ég þyrfti að velja einhvern einn strák úr þeim hópi þá væri það án efa Magnús Lárusson sé sá allra efnilegasti af þeim, en hann er núna í flokki 16-18 ára.
Ástæður:
Hann er högglangur,
er nákvæmur,
góður í stutta spilinu svo og með lengri járnum og hann er stapíll.

Ef ég þyrfti að velja einhverja stelpu þá myndi ég segja að það myndi veraTinna Jóhannsdóttir sem kæmi helst til greina. Hún vann bæði íslandmeistaramótin í holukeppni og höggleik ( minnir mig ).
Satt að segja veit ég ekkert meira um hana nema þetta og að hún hefur verið ráðandi í þessum flokki.

Það eru fleiri eflaust líka mjög góðir kylfingar undir 18 ára aldri, en sem stendur myndi ég segja að þau tvö séu þau efnilegustu í dag.

Takk fyrir mig
- Links

Takk fyrir mig
- Links
“ Þar sem koma fleiri en tvö tré, þar er skógur ”.