Ég fékk nokkrar hugmyndir hvernig mætti gera þetta áhugamál betra en það nú þegar er og langaði að bera þær undir ykkur til að sjá hvort við gætum notað þær.

1.hugmyndin: Að hafa sona golfari vikunnar eins og hefur verið á öðrum áhugamálum s.s. bækur og jólin.

2. hugmyndin: Þessa hugmynd myndi nú ekki verða byrjað á fyrr en kannski í vor. Að hafa sona golfsögukubb, þar sem hægt væri að segja frá seinasta hring eða móti sem maður tók nýlega þátt í.

3. hugmyndin: Þessa hugmynd fékk ég reyndar ekki heldur hann sk8erboy og sendi hann inn grein
um þá hugmynd. Sú hugmynd er að halda sona golfmót í sumar eða vor, en ef við höldum það verða allir að vera með og það mun kannski kosta einhvern péning sko.

Þetta voru nú allar hugmyndirnar. Endilega segið álit ykkar á þeim og komið með fleiri.
——